Senuvinna fyrir unglinga
UNGMENNI FÆDD 2004-2008
3 vikna námskeið Intensive Senuvinna. Um er að ræða senuvinnu þar sem kafað verður djúpt í æfingar, tækni, úrvinnslu á texta og karaktersköpun. Nemendur fá senu úr þekktu verki á námskeiðinu. Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa þolinmæði og löngun til að dýpka vinnuna. Í lok námskeiðsins verður foreldrum, vinum og fólki úr kvikmynda- og leikhús bransanum boðið á show-case sýningu í æfingarýminu þar sem afrakstur námskeiðsins verður sýndur.
3 VIKNA NÁMSKEIÐ 14.-30. júní
Þriðjudags og fimmtudagskvöld
kl. 19-22 38.000 kr.
Áheyrnaprufu- og
monologue námskeið
PRUFUR OG UMSÓKNARFERLI
4 vikna námskeið sem hentar þeim sem hafa hug á að sækja um háskólanám í leiklist eða öðrum skapandi sviðslistagreinum.
Unnið verður með eintöl úr þekktum leikritum og fá nemendur hugmyndir að verkum og aðferðum til að vinna með texta fyrir prufur. Auk þessa verður fjallað um helstu leiklistarskóla á Íslandi og í Evrópu og nemendum kenndar aðferðir til að skipuleggja sig, taka áhættur, gera mistök og trúa á sjálfan sig.
Námskeiðið endar með æfingarprufu þar sem nemendur fá að æfa sig fyrir framan vana dómnefnd.
Tímasetnining verður tilkynnt síðar.
12 vikna itensive senuvinnunámskeið fyrir unglinga. Nemendur fá senu úr þekktu verki á námskeiðinu þar sem kafað verður djúpt í æfingar, tækni, úrvinnslu á texta og karaktersköpun.
Önnin endar með glæsilegri sýningu í leikhúsi!




Fjögurra vikna námskeið sem hentar þeim sem hafa hug á að sækja um háskólanám í leiklist eða öðrum skapandi sviðslistagreinum.
Unnið verður með eintöl úr þekktum leikritum og fá nemendur hugmyndir að verkum og aðferðum til að vinna með texta fyrir prufur.


Rebekka Sif Stefáns
Söngkona
Rebekka Sif Stefánsdóttir er söngkona, lagahöfundur og söngkennari. Hún hefur kennt börnum hjá Klifinu og Sönglist söng, framkomu og lagasmíðar frá haustinu 2013 með góðum árangri. Rebekka er með kennaragráðu frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn en áður hefur hún lokið burtfaraprófi í bæði klassískum söng frá Tónlistarskólanum í Garðabæ og jazz- og rokksöng frá Tónlistarskóla FÍH. Haustið 2017 gaf hún út sína fyrstu plötu Wondering sem inniheldur 11 frumsamin lög.