
10-12 ára
5.-7. bekkur
Við leggjum mikið upp úr einstaklingsmiðuðu námi í fámennum hópum svo allir fái að láta ljós sitt skína. Sterk áhersla í öllu okkar námi er á að búa til traust, uppbyggjandi og gleðilegt umhverfi fyrir nemendur okkar.
Margar brautir í boði fyrir 10-12 ára nemendur.
Smelltu til að lesa meira.
Leiklist
LEIKLIST, SÖNGUR, DANS
12 vikna önn þar sem nemendur vinna með leiktækni á skapandi og skemmtilegan hátt!
Kennd verður leiklist ásamt því að hver hópur lærir einn hópsöng og dans.
-
10-12 ÁRA LEIKLISTARHÓPAR kynnast leiklist, söng og dans í gegnum leiki, sjálfsstyrkingu og sköpun. Unnið er markvisst með hugrekki, ímyndunarafl og samvinnu. Nemendur fá handrit til að æfa yfir önnina og endar hún með glæsilegum hápunti, sýningu í atvinnuleikhúsi.
Hóparnir æfa 1 x 90 mínútur á viku.
Hér eru allir velkomnir, byrjendur jafnt sem framhaldsnemendur.
-
LISTHÓPUR YNGRI er framhaldshópar fyrir nemendur í 5.-7. bekk sem vilja skora á sig, læra dýpri leiktækni og setja á svið flóknari leikrit. Krafa er gerð um mætingu, elju, textakunnáttu og undirbúning.
Listhópur Yngri æfir tvisvar í viku, samtals 3,5 klst á viku
Áheyrnarprufur eru haldnar inn í Listhópa um miðjan ágúst. Athugið að taka þarf áheyrnapróf milli aldursflokka í Listhópi óháð því hvort nemandi hafi verið í Listhópi áður.
Skráðu þig í prufu fyrir listhóp hér!
-
SÖNGLEIKUR DÝNAMÍK er framhaldshópur fyrir þá sem vilja skora á sig í söngleikjalistinni. Hópurinn æfir söng, leiklist og dans og setur upp þekktan söngleik.
Krafa er gerð um mætingu, elju, textakunnáttu, heimaæfingar og undirbúning.
Söngleikjahópur æfir 4 klst á viku
Áheyrnarprufur eru haldnar inn í Söngleikinn um miðjan ágúst.
Skráðu þig í prufu fyrir söngleikinn hér!
Önnin endar á sýningu í Borgarleikhúsinu 22.-27. nóvember!

LeiklisT&
Listhópar
LISTHÓPUR - YNGRI
Föstudagar kl. 16:00-18:00
Miðvikudagar 18:30-20:00
SÖNGLEIKUR DÝNAMÍK
Laugardagar kl. 10:00-14:00
10-12 ÁRA (5.-7. BEKKUR)
Mánudagar kl. 17:30-19:00
Mánudagar II kl. 17:30-19:00
Miðvikudagar kl. 18:30-20:00
Fimmutdagar kl. 16:30-18:00
Föstudagar kl. 16:00-17:30
Laugardagar kl. 13:30-15:00
PRUFUR FYRIR LISTHÓP OG SÖNGLEIK VERÐA Í LOK ÁGÚST
Önnin hefst 30. ágúst
Skráning hefst 5. ágúst kl. 12
Einsöngur
ÞENDU RADDBÖNDIN
NÝTT 10 vikna námskeið þar sem nemendur fá að þenja raddböndin! Í þessum tímum læra nemendur söngtækni og framkomu svo þau njóta sín og geta staðið örugg á sviði og sungið einsöng. Lögð verður áhersla á söngleikjalög en einnig geta nemendur valið lög sem henta þeirra áhuga- og raddsviði. Lagður verður grunnur að notkun á míkrafóni auk þess sem nemendur fá að vinna með styrkleika og nánd raddarinnar án stuðnings hljóðnema.
Aðeins 5-6 nemendur eru í hverjum hópi
Miðvikudagur kl. 18:00-19:00
Möguleiki á öðrum hópi á þriðjudögum.
Frábær tími til að bæta við leiklistartímana!
Námskeiðinu lýkur með óformlegum tónleikum í rými skólans 13. nóvember 2025.




Hópsöngur & dans
SPRINGDU ÚT SEM SÖNGLEIKJASTJARNA
NÝTT 10 vikna námskeið þar sem nemendur kynnast þekktum og óþekktum söngleikjalögum gegnum söng, hreyfingar og dans. Gerðar verða radd-og dansæfingar ásamt því að nemendur læra hópsöng og dans við lög úr söngleikjum.
Mánudagar kl. 16:30-17:30
Frábær tími til að bæta við leiklistartímana!
Námskeiðinu lýkur með óformlegu innliti í rými skólans í síðasta tíma hópsins í nóvember. (10.-14. nóvember)




STUNDATAFLA
HAUSTÖNN 2025
