top of page

Um okkur

Dýnamík Sviðslistaskóli er framsækinn og metnaðarfullur skóli fyrir unga listamenn. Við leggjum áherslu á að búa til traust, uppbyggjandi og gleðilegt umhverfi fyrir nemendur okkar svo þau geti unnið að sinni sköpun ásamt því að byggja upp sjálfstraust og skora á sig.

  

Skólinn leggur áherslu á að veita nemendum tækifæri og vera í virku samstarfi við umboðsskrifstofur og framleiðendur auk þess sem við fáum reglulega heimsóknir frá gestakennurum í faginu. 

 

Kennarar skólans eru allir starfandi listamenn. 

AuðurSnorra-12_edited.jpg

Auður Bergdís

Leikkona

Auður Bergdís útskrifaðist sem leikkona frá
Royal Academy of Dramatic Art í London árið 2016, en hafði áður stundað nám á Nútímalistdansbraut Listdansskóla Íslands. 

Síðusta áratuginn hefur hún unnið með þekkingu sína í dansi og leiklist sem leikkona, danshöfundur, dansari, leikstýra og sviðslistakennari víða á Íslandi sem og erlendis. Verk hennar hafa meðal annars verið sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins sem og í Ríkissjónvarpinu.

HIF_6621_edited_edited.jpg

Auður Finnboga

Leikkona

Auður Finnbogadóttir útskrifaðist sem leikkona úr The American Academy of Dramatic Arts í Los Angeles árið 2017. Hún úskrifaðist með heiðusverðlaun sem besta leikkona og hefur einnig unnið verðlaun fyrir aðalhlutverk í Indie mynd á kvikmyndahátíð í Los Angeles. Auður hefur leikið bæði á sviði og í sjónvarpi og leikur nú í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu ásamt því að nýta þekkingu sína til að skrifa og leikstýra fjölda leikrita í leiklistarskólum.

jonni myndbros_edited.jpg

Guðjón Ragnars

Leikari / Kvikmyndaleikstjóri

Guðjón Ragnarsson útskrifaðist úr New York Film Academy og stundaði einnig nám í Kvikmyndaskóla Íslands. Guðjón hefur unnið við kvikmyndagerð síðan 2005 bæði bakvið myndavélina og sem leikari. Hann hefur meðal annars gefið út stuttmyndina Eðli ásamt tveimum heimildarmyndum í fullri lengd, Hækkum Rána og Láttu þá sjá.

Hækkum Rána var valinn heimildarmynd ársins á Eddunni 2022. Verk Guðjóns hafa unnið til fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum erlendis. 

321564274_1522604311580028_2083831486432063384_n_edited.jpg

Arnór Björnsson

Leikari / handritshöfundur

unnamed-2.jpg

Á​gúst Þór Hafsteinsson

Leikstjóri / Kvikmyndagerðarmaður

Vigfús_edited_edited.jpg

Vigfús Þormar

Eigandi Doorway Casting

Arnór Björnsson útskrifaðist af leikarabraut LHÍ árið 2022. Arnór skrifaði og lék í leiksýningunni Unglingurinn í Gaflaraleikhúsinu. Sýningin hlaut Grímutilnefningu sem barnasýning ársins og Arnór var tilnefndur sem Sproti ársins. Arnór gerði einnig sýningarnar Stefán Rís og Fyrsta Skiptið. Arnór skrifaði skáldsöguna Leitin að tilgangi unglingsins, sem var mest selda ungmennabók Íslands ári 2015, og tók þátt í Rocky Horror í Borgarleikhúsinu 2018. Árið 2020 framleiddi hann, leikstýrði, skrifaði og lék í sjónvarpsseríunni Meikar ekki sens, sem var sýnd á Sjónvarpi Símans. Frá árinu 2021 hefur Arnór verið einn af þremur höfundum Stundarinnar Okkar.

Ágúst Þór útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands 2018. Síðan þá hefur hann unnið sem kvikmyndatökumaður, klippari, framleiðandi og í handritsgerð fyrir inlend og erlend framleiðslufyrirtæki. Ágúst er samt fyrst of fremst leikstjóri. Stuttmyndin Chef de Partie sem hann leikstýrði hefur fengið mikið lof og verið dreifð út um alla evrópu á steymisveitum á við HBO+. Nú vinnur hann að sínu stærst verkefni til þesss, heimildarmyndasería um íþróttafélagið Aþenu. 

Vigfús Þormar Gunnarsson er casting leikstjóri og eigandi Doorway Casting, sem er ein stærsta leikaravalsskrifstofa Íslands.  Meðal verkefna sem hann hefur castað eru Vitjanir, Svörtu Sandar, Lof mér að falla, Ráðherran, Systrabönd, Stella Blómkvist, Hjartasteinn og Hrútar, auk margra annarra.

Vigfús starfar einnig sem leikari og aðstoðar leikstjóri.

4276964.jpg

Mikael Kaaber

Leikari / Handritshöfundur

Mikael er leikari og handritshöfundur sem hóf feril sinn aðeins 6 ára gamall í leikritinu Sitji Guðs Englar í Þjóðleikhúsinu. Hann skrifaði og lék í leikritinu Fyrsta Skiptið sem hlaut Grímutilnefningu sem barnasýning ársins. Hann skrifaði og lék einnig í Krakkaskaupinu 2019 og 2020 sem var valinn Barna- og Unglingasjónvarpsþáttur ársins 2021. Mikael hefur komið fram í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta meðal annars Mannasiðir, Málmhaus, Vandró og Meikar Ekki Sens.

ROSAHELGUDOTTIRASMUNDS-8_edited.jpg

Rósa Björk Ásmunds

Leikkona / Söngkona

Rósa Björk útskrifaðist sem leikkona úr
The American Academy of Dramatic Arts í
New York árið 2021, en hafði áður stundað nám við leiklistarskóla Jacques Lecoq í París, Frakklandi þar sem áherslan var lögð á líkamlega leikhústækni. Hún hefur ákaft sótt söng-, og leiklistarnámskeið með mismunandi áherslur en vinnur með þekkingu sína í tónlist og leiklist sem leikkona, söngkona & lagahöfundur, framleiðandi, handritshöfundur og sviðslistakennari. Verk hennar innihalda meðal annars tónlistar dúettinn heró, en eins og er vinnur Rósa að stuttmyndinni sinni Good Mourning sem verður frumsýnd árið 2023 á kvikmyndahátíðum víða á Íslandi og erlendis.

móðurskip_telmajoa_6_edited_edited_edited.jpg

Telma Huld Jóhannesdóttir

Kvikmyndagerðakona

Telma Huld er menntuð leikkona en hún sótti leiklistarnám bæði í Cours Florent í París þar sem áherslan var leikhús og seinna í Prague Film School í Prag í Tékklandi þar sem áherslan var lögð á tækni fyrir kvikmyndaleik. 

Hún hefur leikið í fjölda bíómynda og sjónvarpsþátta og starfað innan kvikmyndageirans frá 18 ára aldri. Telma starfaði fyrir Doorway Casting í rúm þrjú ár en hún sagði nýlega skilið við þau störf til þess að einbeita sér að eigin verkefnum. Þau verkefni innihalda meðal annars stuttmyndina “Icelandic People Believe in Elves” sem var frumsýnd í apríl 2022 og sjónvarpsseríu í skrifum.

Rebekka-1_edited_edited.jpg

Rebekka Sif Stefáns

Söngkona

Rebekka Sif Stefánsdóttir er söngkona, lagahöfundur og söngkennari. Hún hefur kennt börnum hjá Klifinu og Sönglist söng, framkomu og lagasmíðar frá haustinu 2013 með góðum árangri. Rebekka er með kennaragráðu frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn en áður hefur hún lokið burtfaraprófi í bæði klassískum söng frá Tónlistarskólanum í Garðabæ og jazz- og rokksöng frá Tónlistarskóla FÍH. Haustið 2017 gaf hún út sína fyrstu plötu Wondering sem inniheldur 11 frumsamin lög. 

bottom of page