Um okkur
Dýnamík Sviðslistaskóli er framsækinn og metnaðarfullur skóli fyrir unga listamenn. Við leggjum áherslu á að búa til traust, uppbyggjandi og gleðilegt umhverfi fyrir nemendur okkar svo þau geti unnið að sinni sköpun ásamt því að byggja upp sjálfstraust og skora á sig.
Skólinn leggur áherslu á að veita nemendum tækifæri og vera í virku samstarfi við umboðsskrifstofur og framleiðendur auk þess sem við fáum reglulega heimsóknir frá gestakennurum í faginu.
Kennarar skólans eru allir starfandi listafólk.
Auður B
Leikkona og Skólastjóri
Auður Bergdís útskrifaðist sem leikkona frá
Royal Academy of Dramatic Art í London árið 2016, en hafði áður stundað nám á Nútímalistdansbraut Listdansskóla Íslands.
Síðusta áratuginn hefur hún unnið með þekkingu sína í dansi og leiklist sem leikkona, danshöfundur, dansari, leikstýra og sviðslistakennari víða á Íslandi sem og erlendis. Verk hennar hafa meðal annars verið sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins sem og í Ríkissjónvarpinu.
Auður Finnboga
Leikkona og Skólastjóri
Auður Finnbogadóttir útskrifaðist sem leikkona úr The American Academy of Dramatic Arts í Los Angeles árið 2017. Hún úskrifaðist með heiðusverðlaun sem besta leikkona og hefur einnig unnið verðlaun fyrir aðalhlutverk í Indie mynd á kvikmyndahátíð í Los Angeles. Auður hefur leikið bæði á sviði og í sjónvarpi og síðast í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu. Auður er einnig meðlimur í söngtríóinu Raddbandið sem kom fram í Jólastundinni 2023.
Guðjón Ragnars
Leikari / Kvikmyndaleikstjóri
Skólastjóri
Guðjón Ragnarsson útskrifaðist úr New York Film Academy og stundaði einnig nám í Kvikmyndaskóla Íslands. Guðjón hefur unnið við kvikmyndagerð síðan 2005 bæði bakvið myndavélina og sem leikari. Hann hefur meðal annars gefið út stuttmyndina Eðli ásamt tveimum heimildarmyndum í fullri lengd, Hækkum Rána og Láttu þá sjá.
Hækkum Rána var valinn heimildarmynd ársins á Eddunni 2022. Verk Guðjóns hafa unnið til fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum erlendis.
Arnór Björnsson
Leikari / handritshöfundur
Á