

Unglingar
8.-10. bekkur og framhaldsskóli
Við leggjum mikið upp úr einstaklingsmiðuðu námi í fámennum hópum svo allir fái að láta ljós sitt skína. Sterk áhersla í öllu okkar námi er á að búa til traust, uppbyggjandi og gleðilegt umhverfi fyrir nemendur okkar.
7 brautir eru í boði fyrir nemendur í 8.-10. bekk og framhaldsskóla.
Smelltu til að lesa meira.
Leiklist
LEIKLIST, SÖNGUR, DANS
12 vikna önn þar sem nemendur vinna með leiktækni á skapandi og skemmtilegan hátt!
-
UNGLINGAHÓPAR læra leiklist gegum vinnu með hugtök og aðferðir þekktra leiklistarfrumkvöðla ásamt því að vinna með senur og texta úr þekktum og óþekktum leikritum, ásamt því að kynnast samsköpunaraðferðum.
Unnið verður með líkamlegan spuna, raddþjálfun og stærð leikarans á sviði ásamt því að nemendur læra að virkja ímyndunaraflið í sköpun og spuna.
Þegar leikverk annarinnar býður uppá lærir hópurinn dansatriði með hópsöng.
Unglingahópar æfa 2 klst á viku
-
LISTHÓPUR MIÐSTIG er framhaldshópur fyrir nemendur í 8.-10. bekk sem vilja skora á sig, læra dýpri leiktækni og setja á svið flóknari leikrit. Krafa er gerð um mætingu, elju, textakunnáttu og undirbúning.
Listhópur Miðstig æfir 3,5 klst á viku
Áheyrnarprufur eru haldnar inn í hópinn.
Skráðu þig í prufu fyrir listhóp hér!
-
LISTHÓPUR ELDRI er framhaldshópur fyrir metnaðarfulla nemendur með þekkingu í leiklist sem vilja skora á sig og læra dýpri leiktækni. Hópurinn vinnur með nýtt þema á hverri önn og tekur fyrir leiktækni, skapandi skrif, senuvinnu og persónusköpun í gegnum samsköpun, vinnu með þekkt og óþekkt leikrit eða uppsetningu heils leikverks.
Krafa er gerð um mætingu, elju, textakunnáttu og undirbúning.
Listhópur Eldri æfir 4 klst á viku.
Áheyrnarprufur eru haldnar inn í hópinn.
Skráðu þig í prufu fyrir listhóp hér!
-
SÖNGLEIKUR DÝNAMÍK er framhaldshópur fyrir þá sem vilja skora á sig í söngleikjalistinni. Hópurinn æfir söng, leiklist og dans og setur upp þekktan söngleik.
Krafa er gerð um mætingu, elju, textakunnáttu, heimaæfingar og undirbúning.
Söngleikjahópur æfir 4 klst á viku
Áheyrnarprufur eru haldnar inn í Söngleikinn um miðjan ágúst.
Skráðu þig í prufu fyrir söngleikinn hér!
Hver önn endar með glæsilegri sýningu í leikhúsi!

LeiklisT&
Listhópar
LEIKLIST UNGLINGAR
Þriðjudagar kl. 16:00-18:00
Þriðjudagar kl 18:00-20:00
Miðvikudagar kl. 20:00-22:00
SÖNGLEIKUR DÝNAMÍK
Laugardagar kl. 10:00-14:00
LISTHÓPUR - MIÐSTIG
Miðvikudagar kl. 18:30-20:00
Fimmtudagar kl. 18:00-20:00
LISTHÓPUR - ELDRI
Mánudagar kl. 19:00-21:00
Fimmtudagar kl 20:00-22:00
PRUFUR FYRIR LISTHÓP OG SÖNGLEIK VERÐA Í LOK ÁGÚST
Önnin hefst 30. ágúst
Skráning hefst 5. ágúst kl. 12
Kvikmyndaleikur
SENUR/SHOWREEL
12 vikna önn þar sem nemendur vinna með leiktækni á skapandi og skemmtilegan hátt!
Kennd er leiktækni og fagleg vinnubrögð á kvikmyndasetti.
Nemendur fá einnig tækifæri til að hitta gestakennara úr bransanum.
-
KVIKMYNDALEIKUR UNGLINGAR
Nemendur kynnast kvikmyndaleik á afslappaðan og skemmtilegan hátt gegnum leiki, spuna, hreyfingu, senu- og textavinnu. Unnið er með senur og texta úr þekktum og óþekktum kvikmyndum, leikritum og sjónvarpsþáttum. Kennd eru fagleg vinnubrögð á kvikmyndasetti og í kringum myndavél. Á seinni hluta annar er tekin upp sena með atvinnu kvikmyndatökumanni sem þau fá afhenda í lok annar ásamt headshoti sem þau geta notað til að koma sér á framfæri.
-
LISTHÓPUR - KVIKMYNDALEIKUR.
Framhaldshópur fyrir metnaðarfulla Unglinga. Í Listhópi-Kvikmyndaleik fá nemendur tækifæri til að skora enn meira á sig með krefjandi æfingum og djúpri persónusköpun. Nokkrir tökudagar með atvinnu kvikmyndatökumanni verða á önninni. Hópurinn fær einnig tækifæri til að taka upp self-tape og hitta casting leikstjóra frá Doorway Casting.
Í lok annar fá nemendur afhent efnið sem þau skjóta sem þau geta nýtt á þann hátt sem þau kjósa. (t.d. í showreel). Nemendur fá einnig headshot sem þau geta notað til að koma sér á framfæri.
Krafa er lögð á metnað og textakunnáttu og því þurfa nemendur að undirbúa sig vel heima og kunna að vinna sjálfstætt.
Áheyrnarprufur eru haldnar inn í hópinn í lok ágúst. Einnig er hægt að senda selftape.
Skráðu þig í prufu fyrir kvikmynda listhóp hér!
-
KVIKMYNDAGERÐ (NÝTT).
Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna bakvið tjöldin í kvikmyndagerð.
Script breakdown, framleiðsla, kvikmyndataka, lýsing, hljóð, leikstjórn og eftirvinnsla.
Nemendur fá reynslu á setti við að aðstoða við tökur kvikmyndaleikhópa.
Námskeiðið er annan hvern mánudag kl. 19-22 (6 skipti) Hefst 1. september. -
Tími 1 - 1. september
Tími 2 - 15. september
Tími 3 - 29. september
Tími 4 - 13. október
(vetrarfrí 27. nóvember)
Tími 5 - 3. nóvember
Tími 6. - 17. nóvember
+ tökur sem verða helgi í nóvember, líklega 16. nóvember.
Einsöngur
ÞENDU RADDBÖNDIN
10 vikna námskeið þar sem nemendur fá að þenja raddböndin! Í þessum tímum læra nemendur söngtækni og framkomu svo þau njóta sín og geta staðið örugg á sviði og sungið einsöng. Lögð verður áhersla á söngleikjalög en einnig geta nemendur valið lög sem henta þeirra áhuga- og raddsviði. Lagður verður grunnur að notkun á míkrafóni auk þess sem nemendur fá að vinna með styrkleika og nánd raddarinnar án stuðnings hljóðnema.
Aðeins 5-6 nemendur eru í hverjum hópi
Fimmtudagar kl. 17:00-18:00
*möguleiki að bæta við hópi á þriðjudögum
Frábær tími til að bæta við leiklistartímana!
Námskeiðinu lýkur með óformlegum tónleikum í rými skólans 13. nóvember 2025.




Hópsöngur & dans
SPRINGDU ÚT SEM SÖNGLEIKJASTARNA
10 vikna önn þar sem nemendur kynnast þekktum og óþekktum söngleikjalögum gegnum söng, hreyfingar og dans. Gerðar verða radd-og dansæfingar ásamt því að nemendur læra hópsöng og dans við lög úr söngleikjum.
Föstudagar kl. 17:00
Frábær tími til að bæta við leiklistartímana!
Námskeiðinu lýkur með óformlegu innliti í rými skólans í síðasta tíma hópsins í nóvember.




