top of page
4U2A6647.JPG

7-9 ára

2.-4. bekkur

Við leggjum mikið upp úr einstaklingsmiðuðu námi í fámennum hópum svo allir fái að láta ljós sitt skína. Sterk áhersla í öllu okkar námi er á að búa til traust, uppbyggjandi og gleðilegt umhverfi fyrir nemendur okkar. 

Leiklistarhópar og einsöngur er í boði fyrir 7-9 ára nemendur. 

Smelltu til að lesa meira.

LEIKLIST

Leiklist 

LEIKLIST, SÖNGUR, DANS

12 vikna önn þar sem nemendur vinna með leiktækni á skapandi og skemmtilegan hátt!

 

Kennd verður leiklist, hópsöngur og dans.

  • Í 7-9 ára hópum kynnast nemendur leiklist, söng og dans í gegnum leiki, sjálfsstyrkingu og sköpun. Unnið er markvisst með hugrekki, ímyndunarafl og samvinnu. Nemendur fá handrit til að æfa yfir önnina og endar hún með glæsilegum hápunti, sýningu í atvinnuleikhúsi.
     

Önnin endar á sýningu í Borgarleikhúsinu 22.-27. nóvember!

4U2A6614.JPG

LeiklisT

7-9 ára (2.-4. bekkur)

Mánudagar kl. 16:00-17:30 

Miðvikudagar kl. 15:30-17:00

Fimmtudagar kl. 16:00-17:30

Laugardagar kl. 12:00-13:30

Sunnudagar kl. 12:00-13:30

Önnin hefst 30. ágúst

Skráning hefst 5. ágúst kl. 12

EINSÖNGUR

Einsöngur

ÞENDU RADDBÖNDIN

10 vikna námskeið þar sem nemendur fá að þenja raddböndin! Í þessum tímum læra nemendur söngtækni og framkomu svo þau njóta sín og geta staðið örugg á sviði og sungið einsöng. Lögð verður áhersla á söngleikjalög en einnig geta nemendur valið lög sem henta þeirra áhuga- og raddsviði. Lagður verður grunnur að notkun á míkrafóni auk þess sem nemendur fá að vinna með styrkleika og nánd raddarinnar án stuðnings hljóðnema.

​Hópurinn æfir 1 klst á viku

Aðeins 5-6 nemendur eru í hverjum í hóp

Fimmtudagar kl. 16:00-17:00
*Möguleiki á auka hóp á þriðjudögum

 

Námskeiðinu lýkur með óformlegum tónleikum í rými skólans 13. nóvember 2025.

STUNDATAFLA

HAUSTÖNN 2025
 

Stundatafla Haust 2025
bottom of page