top of page

SÝNINGAR VORANNAR Í BORGARLEIKHÚSINU 11.-14. MAÍ

6.png

Dýnamík Sviðslistaskóli er framsækinn og metnaðarfullur skóli fyrir unga listamenn. Við leggjum áherslu á að búa til traust, uppbyggjandi og gleðilegt umhverfi fyrir nemendur okkar svo allir geti unnið að sinni sköpun, skorað á sig og byggt upp sjálfstraust. Skólinn leggur áherslu á að veita nemendum tækifæri og vera í virku samstarfi við umboðsskrifstofur og framleiðendur í íslensku listasenunni.

FAGMENNSKA
FRAMFARIR
FJÖR

Skólinn er í samstarfi við
Doorway Casting.
skapandi skrif

Skapandi Skrif  
með Arnóri Björns

Frá hugmynd í handrit!

Hefur þig dreymt um að skrifa leikrit eða sjónvarpsþætti? Eða bara koma hugmyndinni þinni almennilega frá þér? Þá ertu á réttum stað.

Arnór ætlar að kenna aðferðina sem hann notaði til að skrifa leikritin Tóma Hamingju, Unglinginn, Stefán Rís, Fyrsta skiptið og sjónvarpsþættina Meikar ekki sens og Stundina okkar!

Á námskeiðinu verða skapandi æfingar, umræður og ritsmiðja þar sem nemendur læra að finna kveikjur að hugmyndum, skrifa senur, karaktersköpun, beinagrind, ritskoðun og frágang! Í lok námskeiðsins munu nemendur hafa í höndunum fyrsta draft að örverki (stuttmynd eða leikrit) sem flutt verður á opnum samlestri. Nemendur koma með skriffæri (skriffæri og stílabók eða fartölvu/Ipad)

5 daga námskeið: Unglingar / Fullorðnir

10. maí (þri) kl. 16:30-18:30  /  18:30-20:30

11. maí (mið) kl. 16:30-18:30  / 18:30-20:30

12. maí (fim) kl. 16:30-18:30  / 18:30-20:30

13. maí (fös) kl. 16:30-18:30  / 18:30-20:30

13. maí (lau) kl. 16:30-18:30  / 18:30-20:30 SAMLESTUR

 

VERÐ: 25.000 kr

 

Lágmarksskráning er 8 nemendur en takmörkuð pláss verða í boði

Mögulegt er að hóparnir verði sameinaðir eftir skráningu

12 vikna önn þar sem nemendur kynnast leiklist, söng og dans á skapandi og skemmtilegan hátt! 

Hver önn endar með glæsilegri sýningu í leikhúsi.

Leiklist hentar byrjendum sem og lengra komnum og raðað er í hópa eftir reynslu og aldri.

12 vikna önn þar sem nemendur kynnast kvikmyndaleik í á skemmtilegan og skapandi hátt!

Á hverri önn eru tekin upp myndbönd eða senur sem verða klippt sem nemendur fá afhend í lok annar.

Hver önn endar með sýningu í kvikmyndahúsi.

Listhópar skólans eru fyrir framhaldsnemendur sem sýna mikinn áhuga og metnað. Þau eru tilbúin að læra nýja hluti og taka ýmsum áskorunum í leiklistinni.

Unnið er í fámennum hópum þar sem mikil áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og framfarir.

Áheyrnarprufur eru haldnar í hópana.

Hafðu Samband

Skilaboð móttekin!

bottom of page