top of page
Colored Theatre Lights

Láttu drauma
þína rætast!

FAGMENNSKA - FRAMFARIR - FJÖR

Dýnamík Sviðslistaskóli er framsækinn og metnaðarfullur skóli fyrir unga listamenn. Við leggjum áherslu á að búa til traust, uppbyggjandi og gleðilegt umhverfi fyrir nemendur okkar svo allir geti unnið að sinni sköpun, skorað á sjálft sig og byggt upp sjálfstraust.

Skólinn leggur áherslu á að veita nemendum tækifæri og vera í virku samstarfi við umboðsskrifstofur og framleiðendur í íslensku listasenunni.

Skólinn er í samstarfi við Doorway Casting.

12 vikna námskeið þar sem nemendur kynnast leiklist, söng og dans á skapandi og skemmtilegan hátt! 

Hvert námskeið endar með glæsilegri sýningu í leikhúsi.

​Námskeiðin henta byrjendum sem og lengra komnum og raðað er í hópa eftir reynslu og aldri.

12 vikna námskeið þar sem nemendur kynnast kvikmyndaleik.

Í gegnum námskeiðið eru tekin upp myndbönd sem klippt verða í showreel sem nemendur fá afhend í lok annar og geta nýtt sér til að framfleyta sér í bransanum.

12 vikna itensive senuvinnunámskeið fyrir unglinga. Nemendur fá senu úr þekktu verki á námskeiðinu þar sem kafað verður djúpt í æfingar, tækni, úrvinnslu á texta og karaktersköpun. 

Önnin endar með glæsilegri sýningu í leikhúsi!

Fjögurra vikna námskeið sem hentar þeim sem hafa hug á að sækja um háskólanám í leiklist eða öðrum skapandi sviðslistagreinum.

Unnið verður með eintöl úr þekktum leikritum og fá nemendur hugmyndir að verkum og aðferðum til að vinna með texta fyrir prufur.

audition.jpeg

Hafðu Samband

Skilaboð móttekin!

bottom of page