Dýnamík býður uppá stórskemmtileg sumarnámskeið fyrir alla unga listamenn á aldrinum 7-20+ ára!
Kennt er í 3 klukkustundir í senn frá mánudegi til föstudags fyrir börn fædd 2011-2017.
Unglingar æfa í 4 klukkustundir í senn.
Skapandi leikja- og listanámskeið fyrir þá sem vilja kynnast sviðslistum á skemmtilegan og afslappaðan hátt. Nemendur fá tækifæri til að prófa ýmsar listgreinar, meðal annars leiklist, söng, dans og efla sjálfstraustið í gegnum leiki, sköpun, spuna og samvinnu.
Foreldrum verður boðið á óformlegt innlit í rými skólans í lok námskeiðis.
List og leikir
FYRIR BÖRN FÆDD 2014-2017
5 DAGA NÁMSKEIÐ 10.-14. júní
kl. 9:00-12:00 35.000 kr.
FULLT
4 DAGA NÁMSKEIÐ 18.-21. júní
kl. 9:00-12:00 28.000 kr.
FULLT
5 DAGA NÁMSKEIÐ 1.-5. júlí
kl. 9:00-12:00 35.000 kr.
FULLT
5 DAGA NÁMSKEIÐ 12.-16. ágúst
kl. 9:00-12:00 35.000 kr.
ÖRFÁ LAUS PLÁSS
Leiklistarnámskeið
FYRIR BÖRN FÆDD 2011-2013
5 daga námskeið fyrir þá sem vilja kynnast leiklist á skemmtilegan og skapandi hátt. Á hverjum degi æfum við stutt leikrit ásamt því að styrkja sjálfsímyndina og félagsfærni í gegnum leiki og samvinnu.
Foreldrum verður boðið á óformlega sýningu í æfingarými skólans í lok námskeiðis.
5 DAGA NÁMSKEIÐ 10.-14. júní
kl. 13:00-16:00 35.000 kr.
FULLT
5 DAGA NÁMSKEIÐ 24.-28. júní
kl. 13:00-16:00 35.000 kr.
FULLT
5 DAGA NÁMSKEIÐ 1.-5. júlí
kl. 13:00-16:00 35.000 kr.
LAUS PLÁSS
Senuvinna fyrir unglinga
UNGMENNI FÆDD 2004-2010
3 vikna námskeið Intensive Senuvinna. Um er að ræða senuvinnu þar sem kafað verður djúpt í æfingar, tækni, úrvinnslu á texta og karaktersköpun. Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa þolinmæði og löngun til að dýpka vinnuna. Í lok námskeiðsins verður foreldrum, vinum og fólki úr kvikmynda- og leikhús bransanum boðið á show-case sýningu í æfingarýminu þar sem afrakstur námskeiðsins verður sýndur.
3 VIKNA NÁMSKEIÐ (6 skipti)
4.-20. júní
Þriðjudagar & fimmtudagar
kl. 18:00-22:00
49.000 kr.
FULLT
Skráning er hafin á