top of page

Námsframboð

Við leggjum mikið upp úr einstaklingsmiðuðu námi í fámennum hópum svo allir fái að láta ljós sitt skína. Sterk áhersla í öllu okkar námi er á að búa til traust, uppbyggjandi og gleðilegt umhverfi fyrir nemendur okkar. Smelltu til að lesa meira.

(LEIKLIST, SÖNGUR, DANS)
(SENUR/SHOWREEL)
stundatafla-vor2023.jpg
  • Stundatafla Haustannar 2023 verður birt í sumar

  • Einhverjar breytingar verða frá töflu Vorannar

  • Nemendur vorannar eru með forskráningarrétt til 12. maí. Nýjum nemendum verður hleypt inn frá og með 13. maí.

LEIKLIST

Leiklist 

LEIKLIST, SÖNGUR, DANS

12 vikna önn þar sem nemendur vinna með leiktækni á skapandi og skemmtilegan hátt!

 

Kennd verður leiklist, hópsöngur og dans.

Nemendur fá einnig tækifæri til að hitta gestakennara úr bransanum. 

  • Yngri leiklistar hópar (7-9 ára og 10-12 ára) kynnast leiklist, söng og dans í gegnum leiki, sjálfsstyrkingu og sköpun.

  • Unglingar læra leiklist, söng og dans og vinna með hugtök og aðferðir þekktra leiklistarfrumkvöðla ásamt því að vinna með senur og texta úr þekktum og óþekktum leikritum.

  • LISTHÓPUR UNGLINGAR Þessir hópur er fyrir nemendur með grunnþekkingu í leiklist og fyrri reynslu. Þessi hópur einblínir eingöngu á leiklist og tekur fyrir ýmist dramatískar eða léttar senur, persónusköpun og uppbyggingu heils leikverks. Mikil áhersla er lögð á elju, undirbúning og textakunnáttu.

  • LISTHÓPUR YNGRI er fyrir framhaldsnemendur í 5.-8. bekk sem vilja skora á sig, læra dýpri leiktækni og setja flóknari leikrit. Krafa er gerð um mætingu, elju, textakunnáttu og undirbúning.
    ​Áherynarprufur eru fyrir inntöku í Listhópa

Hver önn endar með glæsilegri sýningu í leikhúsi!

LEIKLIST HÓPAR

7-9 ára (2.-4. Bekkur)

Mánudagar kl 15:30-17:00 BIÐLISTI

Fimmtudagar 16:00-17:30 

10-12 ára (5.-7. Bekkur)

Mánudagar kl 17:00-18:30 BIÐLISTI

Fimmtudagar kl 17:30-19:00 BIÐLISTI

Miðvikudagar kl 17:30-19:00 

Föstudagar kl 18:00-19:30 BIÐLISTI

Unglingar

Þriðjudagar kl 16:00-18:00 BIÐLISTI

Miðvikudagar 19:00-21:00 BIÐLISTI

LISTHÓPUR - UNGLINGAR

Mánudagar kl 20:00-22:00

FULLT-Prufur í ágúst 2023

LISTHÓPUR - YNGRI

Föstudagar kl 16:00-18:00

Prufur í ágúst 2023

KVIKMYNDALEIKUR

Kvikmyndaleikur

SENUR/SHOWREEL

  • Kvikmyndaleikur 13-15 ára og 16+.  Nemendur kynnast kvikmyndaleik á afslappaðan og skemmtilegan hátt gegnum leiki, spuna, hreyfingu, senu- og textavinnu.
    Nemendur vinna með senur og texta úr þekktum og óþekktum kvikmyndum, leikritum og sjónvarpsþáttum ásamt því að læra um fagleg vinnubrögð á kvikmyndasetti og í kringum myndavél.
    Nemendur munu fá að taka upp senu með atvinnu kvikmyndatökumanni á önninni.  
    Í lok annar fá þau afhenda senuna ásamt headshot sem þau geta notað til að koma sér á framfæri.

 

  • LISTHÓPUR - KVIKMYNDALEIKUR Er framhaldshópur fyrir metnaðarfulla Unglinga. Í Listhópi-Kvikmyndaleiks fá nemendur tækifæri til að skora enn meira á sig með krefjandi æfingum og djúpri persónusköpun.
    Nokkrir tökudagar með atvinnu kvikmyndatökumanni verða á önninni. Krafa er lögð á metnað og textakunnáttu ásamt því að nemendur þurfa að undirbúa sig heima og vinna sjálfstætt.
    Hópurinn fær tækifæri til að taka upp self-tape og hitta casting leikstjóra frá Doorway Casting.
    Nemendur fá afhend showreel í lok annar sem þau geta nýtt sér á þann hátt sem þau vilja. Nemendur fá einnig headshot sem þau geta notað til að koma sér á framfæri.
    Áheyrnarprufur eru haldnar inn í hópinn.

KVIKMYNDALEIK 
HÓPAR

Kvikmyndaleikur Unglingar

Þriðjudagar kl 18:00-20:00 

Fimmtudagar kl 19:00-21:00

LISTHÓPUR - KVIKMYNDALEIKUR

Þriðjudagar kl 20:00-22:00

Prufur í ágúst 2023

SENUVINNA
bottom of page